fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Fókus
Miðvikudaginn 10. desember 2025 09:15

Pamela Anderson og Liam Neeson. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Pamela Anderson rýfur þögnina og segir loksins sannleikann á bak við samband hennar og leikarans Liam Neeson.

Þau virtust hafa fellt saman hugi við tökur á kvikmyndinni The Naked Gun en í haust greindu fjölmiðlar vestanhafs að sambandið hafi verið sett á svið til að vekja áhuga og auka sölu á kvikmyndinni.

Sjá einnig: Voru Pamela Anderson og Liam Neeson að plata?

En nú hefur Pamela loksins tjáð sig um málið og sagði að þau hafi verið saman í stuttan tíma eftir myndina.

„Við Liam vorum saman í stuttan tíma en bara eftir að við tókum upp myndina,“ sagði hún í samtali við People.

Hún sagði að þau hafi eytt dásamlegri viku saman heima hjá honum í New York þar sem þau hafi verið mjög náin og átt góðar stundir.

„Við skemmtum okkur vel. Ég var alltaf hlæjandi. Fólk hélt að þetta væri fjölmiðlaleikrit en þetta var raunverulegt. Tilfinningar okkar voru raunverulegar.“

En síðan fóru þau í sitthvora áttina að taka upp næstu verkefni og eru bara vinir í dag. „Ég dýrka Liam. En við erum betri vinir. Hann er mjög stuðningsríkur og segist vera stoltur af mér. Ég er viss um að við munum alltaf vera í lífi hvors annars,“ sagði hún.

Sjá einnig: Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið