

Bonnie Blue vakti heimsathygli þegar hún svaf hjá 1057 karlmönnum á tólf klukkustundum.
Fyrir handtökuna keyrði Bonnie um á svokölluðum „BangBus“ og hafði auglýst á samfélagsmiðlum eftir „rétt svo löglegum“ drengjum til að stunda kynlíf með. Hún birti myndband af sér á Instagram þar sem mátti sjá hóp ungra karlmanna koma upp í bílinn til hennar. Hún meira að segja beindi orðum sínum til foreldra drengjanna.
World-record p*rnstar PRE-ARREST GOADS 'PARENTS, remember I was going to pick your sons up I WASN'T LYING'
Barely-legals released by cops, Bonnie Blue still being questioned with her illegal 'b*ngbus' pic.twitter.com/P6NfwPZlzQ
— RT (@RT_com) December 7, 2025
Lögreglan handtók Bonnie og sautján karlmenn, á aldrinum 19 til 40 ára, í leiguíbúð í Balí. Flestir voru frá Ástralíu og Bretlandi. Við handtökuna voru myndavélar, myndbands- og upptökubúnaður, smokkar og stinningarlyf gerð upptæk ásamt sjálfum „BangBus“ bílnum.
Í Indónesíu er framleiðsla, dreifing og opinber sýning á klámi bönnuð. Brot á þessum lögum getur leitt til 15 ára fangelsisvistar, auk hárrar sektar.
Bonnie hefur verið sleppt úr haldi en vegabréfið hennar var gert upptækt og bíður hún nú eftir því að verða annað hvort vísað úr landi eða ákærð.