

Patrick Crerand yngri, sonur Manchester United goðsagnarinnar Paddy Crerand, hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa fellt systur sína Lorraine og brotið á henni öxl í rifrildi á heimili foreldra þeirra í Manchester.
Atvikið átti sér stað 6. mars þegar Crerand yngri, sem er 61 árs, ýtti systur sinni í harkalegu rifrildi og hún féll á ofn. Hún áttaði sig ekki á meiðslunum fyrr en daginn eftir, en kom í ljós að hún viðbeinsbrotnaði og lýsti miklum verkjum vegna þess.
Við réttarhöldin játaði Crerand yngri að hafa valdið alvarlegu líkamstjóni af gáleysi. Hann var einnig úrskurðaður í 12 mánaða nálgunarbann frá systur sinni, ásamt næturútivistarbanni og 15 daga endurhæfingu.
Dómarinn tók fram að foreldrarnir væru háaldraðir og að Crerand yngri hefði umtalsvert umönnunarhlutverk, sem réði miklu um að hann slapp við fangelsisvist.