fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefði getað endað á Stamford Bridge árið 2003 og það fyrir minna en 3 milljónir punda ef Chelsea hefði hlustað á fyrrverandi leikmanninn og umboðsmanninn Barry Silkman. Þetta kemur fram í viðtali The Telegraph við hann.

Silkman segir að hann hafi náð samkomulagi við Jorge Mendes um að koma Ronaldo til Chelsea, en félagið hafnaði tilboðinu. Stuttu síðar mætti Ronaldo Manchester United í æfingaleik, heillaði alla og United borgaði 10 milljónir punda fyrir hann strax eftir leikinn.

„Ég var búinn að klára dílinn, en Chelsea sagði nei. United keypti hann eftir að hann rústaði þeim í æfingaleiknum og Jorge fékk sitt. Ég var gjörsamlega miður mín,“ segir Silkman.

Ronaldo var þarna hjá Sporting í heimalandinu, Portúgal. Óþarft er að fara yfir afrek hans frá því hann var keyptur til United, enda um einn besta leikmann sögunnar að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Í gær

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Í gær

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi