

Skaðsemi ljósabekkja er á almannavitorði í dag og sagði María Heimisdóttir landlæknir í sumar að það kæmi vel til greina að banna ljósabekki.
Sjá einnig: Í ljós þrisvar í viku – Brenndi á sér augnhimnuna
„Getum við plís hætt að normalísera tan sem skaðar húðina,“ segir hún í myndbandi á TikTok.
„Ég mun aldrei skilja hvernig við erum komin aftur þangað að ungir krakkar séu að fara í ljós. Og sumt fólk í dag er hræddara við brúnkukrem en ljós, sem er náttúrulega alveg galið. Þetta er merki fyrir þig um að hætta að fara í ljós og prófa brúnkukrem. Ég meina sjáið hvað ég er tönuð á nokkrum mínútum, án þess að skaða húðina.“
Í myndbandinu er hún að bera á sig brúnkukrem frá Marc Inbane og mælir með því, en áhrifavaldurinn hefur verið í samstarfi með umræddu merki um árabil. Hægt er að fá alls konar brúnkuvörur í verslunum um allt land.
@sunnevaeinarssmá áminning♬ original sound – Sunneva Einars