

Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Ný treyja íslensku landsliðanna í fótbolta var opinberuð á dögunum en fær hún almennt ekki góðar viðtökur.

„Það góða við þessa treyju er að það fylgir væntanlega varatreyja með og við losnum við þessa varatreyju. Það er einhver ljótasta treyja sem ég hef séð,“ sagði Andri léttur, en sú treyja er hér að ofan.
„Mér finnst þetta ekki alslæmt,“ sagði Vilhjálmur um nýju treyjuna. „Þetta er ekki hryllilegt og svo er oft öðruvísi að sjá treyjur með stuttbuxum og sokkum í leik.“
Nánar í spilaranum.