

Íþróttafréttakonan Laura Woods hneig niður í beinni útsendingu á ITV á meðan hún stýrði upphitun fyrir leik Englands og Gana í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað aðeins fjórum mínútum eftir að útsending hófst.
Arsenal goðsögnin Ian Wright var á meðal spekinga í gær og brást hann skjótt við og greip hina 38 ára gömlu Woods. Útsendingin var tafarlaust rofin og farið í auglýsingahlé.
Í kjölfarið tók Katie Shanahan við stjórninni og upplýsti sjónvarpsáhorfendur um að Woods hefði veikst skyndilega og væri í öruggum höndum sjúkraliða á vellinum.
Credit to @IanWright0 he was super alert there!
Hope Laura Woods is ok 🙏 pic.twitter.com/EXBD0SjN9v
— Oli Bennet (@unknowns_k33816) December 2, 2025
Kærasti Woods, raunveruleikastjarnan Adam Collard, staðfesti síðar að í lagi væri með hana. Það gerði Woods einnig síðar um kvöldið, sagðist hafa fengið vírus og þyrfti nú að hvílast.
„Ég er í lagi, þetta var bara svolítið vandræðalegt,“ sagði hún. Hún þakkaði jafnframt starfsfólki ITV, sjúkraliðum og sérfræðingateyminu fyrir skjót viðbrögð.
Woods er ein vinsælasta íþróttafréttakona Bretlands.