

Það er fátt jafn hvumleitt við veturinn en að þurfa að skafa af bílrúðunum á morgnanna. Í grein í breska blaðinu The Express veitir Alexander Haraldsson, hjá bílaleigunni Lotus, fimm góð ráð til að koma í veg fyrir ísingu á bílrúðum.
„Spreyjaðu blöndu af ediki og vatni á bílrúðuna til að koma í veg fyrir mikla ísingu og sparað þér dýrmætar mínútur á morgnanna.“
Frostmark ediks er mun lægra en vatn og því virkar edik vel til afísingar.
„Mjög fljótleg og auðveld lausn sem getur leyft þér að lúra í tíu mínútur til viðbótar á morgnanna er að leggja bílnum þannig að hann snúi til austurs.“
Sólin rís í austri og ef framrúðan snýr í þá átt bráðnar ísinn á henni fyrr.
Hægt er að búa til eigið afísunarsprey, til dæmis með því að blanda alkóhóli saman við uppþvottalög. Hrista vel saman og spreyja vel á alla glugga bílsins.
„Vodka er fullkominn til afísunar, blandaðu saman vodka og vatni, og spreyjaðu yfir bílinn.“

„Þetta er vinsælt TikTok bragð, þú getur skorið kartöflu eða lauk í tvennt og nuddað á bílrúðuna til að koma í veg fyrir að hún frjósi alveg.“
Þetta grænmeti hefur svipuð áhrif og edikið. Sykursameindirnar brjóta niður frostið.
„Helltu heitu vatni í hitapoka eða plastpoka og nuddaðu yfir rúðuna.“
Hitinn bræðir ísinn og kemur í veg fyrir rispur sem geta myndast við sköfun. Vatnið má þó ekki vera of heitt.