

Stórstjarnan Elton John greindi frá því í viðtali við Variety, sem birtist í vikunni, að hann væri búinn að missa sjón á hægra auganu og ástandið á hinu vinstra væri ekki beysið.
„Þetta er búið að vera hræðilegt,“ sagði John, sem er orðinn 78 ára gamall. Hann hefur verið að glíma við vandamálið í um 15 mánuði en fyrst fékk hann svæsna augnsýkingu í hægra augað sem dreifði sér svo yfir í hitt augað.
„Síðustu 15 mánuðir hafa verið mikil áskorun. Ég hef ekki getað séð neitt, lhorft á neitt né lesið,“ segir tónlistarmaðurinn ennfremur.
John segist þó vera bjartsýnn og vonast hið besta. Hann voni innilega að læknivísindinn þróist hratt og geti hjálpað sér að fá sjónina aftur.