fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Fókus
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Jeff Brazier er staddur á Íslandi um þessar mundir, en aðeins nokkrir dagar eru síðan greint var frá skilnaði hans og eiginkonu hans til sjö ára, Kate Dwyer.

Brazier er vel þekktur í heimalandi sínu og er með hátt í 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar birti hann einmitt myndir af sér frá Íslandi þar sem hann heimsótti meðal annars Bláa lónið, Perluna og skellti sér í íshellaskoðun svo eitthvað sé nefnt.

Þá virðist hann hafa dottið í lukkupottinn og séð norðurljósin skarta sínu fegursta.

Brazier er staddur hér á landi við tökur á sjónvarpsefni en hann hefur komið víða við á yfir 20 ára ferli sínum í sjónvarpi. Hann sló fyrst í gegn í raunveruleikaþáttunum Shipreck og þá hefur hann stýrt morgunþáttum í Bretlandi. Í dag er hann dagskrárgerðarmaður fyrir Good Morning Britain.

„Virkilega góð ferð. Norðurljósin, skautað á stöðuvatni. Bláa lónið. Ótrúlegur matur,“ sagði hann í færslu sinni á Instagram og birti myndir með.

Brazier var í sambandi með sjónvarpsstjörnunni Jade Goody en hún lést árið 2009 úr krabbameini. Brazier og Goody eignuðust tvo syni saman sem báðir eru nú komnir á þrítugsaldur.

Brazier og Dwyer gengu í það heilaga í Portúgal árið 2018, en í vikunni var greint frá skilnaði þeirra. Birti Brazier yfirlýsingu á Instagram þar sem hann fór fögrum orðum um Dwyer en sagði að á endanum hafi þau verið ófær um að finna hamingjuna með hvort öðru.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jeff (@jeffbrazier)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum