fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 13:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah hefur fengið miklar skammir eftir að Liverpool tapaði 4-1 fyrir PSV Eindhoven á Anfield í Meistaradeildinni.

Tap Liverpool var þeirra þriðja í röð og liðið hefur nú fengið á sig tíu mörk í síðustu þremur leikjum. Arne Slot er því undir mikilli pressu eftir níu töp í síðustu tólf leikjum í öllum keppnum.

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, gagnrýndi Salah harðlega á RTE Sport og sagði varnartilburði hans í öðru marki PSV til skammar. Mauro Junior fór framhjá Salah á eigin vallarhelmingi og fékk að skokka 30 metra upp völlinn án þess að Egyptinn reyndi að stoppa hann. Sóknin endaði með marki Guus Til.

„Slot þarf að taka ákvörðun, ætlar hann að fá sparkið með Salah eða halda vinnunni án hans?“ sagði Hamann og hélt áfram. „Það sem Salah gerði var til skammar. Fyrir leikmann af hans kaliberi er þetta óásættanlegt.“

Salah hefur aðeins skorað fimm mörk á tímabilinu eftir að hafa sett 34 í fyrra og hefur verið langt frá sínu besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun