fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 09:30

Viktor Bjarki. Skjáskot: FCK TV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Bjarki Daðason setti met í Meistaradeildinni í gær þegar hann kom FCK yfir í sigri á Kairat Almaty frá Kasakstan. Hefur hann fengið mikið lof síðan.

Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, en hann skoraði gegn Dortmund í haust. Nú er ljóst að Viktor er yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora í tveimur mismundandi leikjum. Lamine Yamal átti metið áður.

Viktor kom til FCK frá Fram í fyrra og hefur hann verið að koma meira og meira inn í aðalliðið undanfarnar vikur og er hann heldur betur að slá í gegn. Margir kalla eftir því að Viktor eigi að vera fastamaður í byrjunarliði danska stórliðsins.

Danskir miðlar, sem og miðlar víðar, skrifuðu afar vel um Viktor eftir afrek hans í gær.

„Meistaradeildartöfrarnir halda áfram hjá Viktori. Þvílíkir mánuðir sem þessi 17 ára gamli framherji er að eiga. Líkamlega getur hann barist við stóru strákana og hann verður skepna eins og Andreas Cornelius ef hann bætir við sig nokkrum kílóum af vöðvum. Hrikalega lítur hann vel út!“ segir til að mynda í Tipsbladet.

„Neestrup hefur fundið níuna sína,“ segir í Campo, en Jacob Neestrup er stjóri FCK. „17 ára gamall Viktor Daðason er að eiga ótrúlega byrjun á ferli sínum í Meistaradeildinni,“ segir þá hjá One Football sem hundruðir þúsunda fylgja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær