
Viktor Bjarki Daðason setti met í Meistaradeildinni í gær þegar hann kom FCK yfir í sigri á Kairat Almaty frá Kasakstan.
Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, en hann skoraði gegn Dortmund í haust. Ljóst er að framtíð þessa 17 ára gamla Íslendings er björt.
Nú er ljóst að Viktor er yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora í tveimur mismundandi leikjum. Lamine Yamal átti metið áður.
Viktor kom til FCK frá Fram í fyrra og hefur hann verið að koma meira og meira inn í aðalliðið undanfarnar vikur og er hann heldur betur að slá í gegn.
Margir kalla eftir því að Viktor eigi að vera fastamaður í byrjunarliði danska stórliðsins.
Viktor Dadason (🇮🇸 ‘08) is now the youngest player ever to score in two different Champions League games.
A record held by Lamine Yamal previously.#fcklive #UCL pic.twitter.com/hacUjg1ACs
— Danish Scout (@DanishScout_) November 26, 2025