
Það var mikil veisla á samfélagsmiðlinum X um helgina þegar miðillinn hóf að birta upplýsingar um staðsetningu notenda. Á daginn kom að margir notendur sem hafa látið mikið fyrir sér fara í bandarískri stjórnmálaumræðu eru ekki Bandaríkjamenn. Þetta á bæði við um notendur sem telja sig til hægri sem og vinstri.
Breytingin á X felur í sér að nú er hægt að sjá frá hvaða svæði notandinn er að birta færslur og frá hvaða smáforritaverslun viðkomandi náði í X-appið. Eins má sjá hversu oft notendanafni viðkomandi hefur verið breytt.
Vörustjóri X, Nikita Bier, segir að um sé að ræða mikilvægt skref til að auka áreiðanleika miðilsins sem hefur verið sakaður um að vera uppfullur af vélmennum, eða svokölluðum bottum.
Þessar breytingar vöktu þó áhyggjur um að notendur frá löndum þar sem tjáningarfrelsi er takmarkað gætu verið í hættu, til dæmis notendur frá löndum á borð við Norður-Kóreu. Til að koma til móts við þessar áhyggjur gefst notendum nú kostur á að kjósa heldur almenna vísun til staðsetningar, svo sem vísun til þess að viðkomandi sé í Evrópu utan Evrópusambandsins, Suður-Asíu, Evrópusambandinu og svo framvegis. Að öðrum kosti er vísað til viðeigandi landa.
Þessi breyting leiddi einnig í ljós að margir notendur sem hafa látið að því liggja að þeir séu búsettir og með kosningarétt í Bandaríkjunum eru það hreint ekki. Margir þessara notenda eru með þúsundir fylgjenda en nú hefur verið sýnt fram á að færslurnar séu í raun að birtast frá Rússlandi, Indlandi, Nígeríu, Bangladesh og áfram mætti telja.
Einn notendi kallaði sig MAGA NATION og var með tæplega 400 þúsund fylgjendur og birti fjölda færslna á degi hverjum. Þessum aðgangi er í raun haldið úti frá Austur-Evrópu.
Notandinn ULTRAMAGA 🇺🇸 TRUMP🇺🇸2028 reyndist vera frá Afríku og notandi sem kallaði sig Trump Is My President kom í raun frá Nígeríu. Dæmin eru fjölmörg og hafa valdið því að fólk spyr sig nú hvort að skautunina í bandarísku samfélagi megi að einhverju leyti rekja til erlendra afskipta af umræðunni.
Byrjunarörðugleikar áttu sér stað um helgina sem varð til þess að staðsetning notenda var tímabundið tekin úr birtingu. X útskýrði að sökum villu hefðu birst rangar upplýsingar í vissum tilvikum. Er talið að þetta eigi við um aðgang bandaríska varnarmálaráðuneytisins en um tíma stóð á X að aðgangurinn væri rekinn frá Ísrael. Eins lentu sumir notendur í því að staðsetning þeirra var röng út af nýlegum ferðalögum.
New York Post tekur fram að nokkrir notendur sem sögðust vera að birta færslur frá Gaza-ströndinni, og í vissum tilvikum samhliða að óska eftir fjárstuðningi, væru í raun staðsettir á svæðum eins og í Bretlandi, Indlandi og Pakistan.
Blaðamaðurinn Mostasem A Dalloul var sakaður um að vera í raun staðsettur í Póllandi, miðað við upplýsingarnar sem X birti. Hann svaraði þessum ásökunum með myndbandi sem sýnir stríðshrjáða borg á Gaza og spurði hvort slíkar rústir væri að finna í Póllandi. Netverjar velta því fyrir sér hvort að upplýsingar X geti byggt á því hvaðan fólk er að kaupa nettenginguna en Dalloul er að nota reikiþjónustu frá Póllandi.
Áhrifavaldur demókrataflokksins, Harry Sisson, segist hafa varað við því lengi að erlendir aðilar væru að valda usla í bandarísku samfélagi í gegnum samfélagsmiðla.
„Að sjá alla þessa MAGA-notendur afhjúpaða sem útsendara erlendra ríkja sem vilja rústa Bandaríkjunum, er uppreist æru fyrir demókrata á borð við sjálfan mig og fleiri sem hafa lengi varað við þessu.“
Vinstrisinnaði áhrifavaldurinn Micah Erfan segir þetta heimsendi öfgahægrisins á X.
„Þetta er heimsendir hægrisins í netheimum. Svo virðist sem að helmingur þeirra hafi alla tíð verið útlendingar að þykjast vera bandarískir.“
X tekur fram að staðsetningin sé ekki áreiðanleg í öllum tilvikum og beri að taka með fyrirvara. Miðillinn hefur eins ákveðið að merkja þær staðsetningar með upphrópunarmerkjum sem eru fengnar í gegnum VPN-þjónustu.
Mikil þórðargleði á sér nú stað á X þar sem notendur keppast við að afhjúpa gerviaðganga sem hafa sumir lokað síðum sínum í kjölfarið.
Here’s a thread of MAGA accounts getting exposed for being outside of the United States… starting here. EUROPE! pic.twitter.com/kdinV72ng4
— Harry Sisson (@harryjsisson) November 22, 2025
So…X activated locations last night which showed US gov accounts like DHS opened and operating from Israel. Then 20 mins later, X deactivated the feature and today, Gov accts are “exempt” from the location feature. https://t.co/8kiU541EDg pic.twitter.com/3DvM2NkrEM
— GenXGirl (@GenXGirl1994) November 23, 2025
You’re not going to believe why so many Palestinian accounts are located outside of Palestine https://t.co/OS5yfsVsXT
— El Reconqristador ابو شربل 🇲🇽 (@crawlings13) November 23, 2025
It’s important to point out all of these fake accounts targeted American conservatives because they are the easiest marks in the world. https://t.co/NJ9tCrkAgM
— Joe Kassabian (@JoeKassabian) November 23, 2025
X’s new “About this account” tool reveals that dozens of pro-Russian and MAGA accounts with tens of thousands of followers, long posing as American or Russian, are actually created and run from India, Bangladesh, and other South Asian countries. pic.twitter.com/1ZTgqeKHia
— WarTranslated (@wartranslated) November 22, 2025
Today has been an absolute bloodbath for many of the large accounts in the MAGA, Pro-Russian, Pro-Chinese, Pro-Iranian, Pro-Israel, and Crypto Communities, following the implementation of account location info by X. pic.twitter.com/QMpgzefdgl
— OSINTdefender (@sentdefender) November 23, 2025
Here’s a fun story, remember all of those “I’m an independent Trump supporting woman” accounts on X that pretended to be real people in the US supporting trump?
Due to recent location updates, we now know almost all of them are based in Thailand.
Let’s take a look 👇 pic.twitter.com/7kRdlcPqHS
— Benjamin Strick (@BenDoBrown) November 22, 2025
Twitter pulled a fast one, they removed the location from date joined to cover up the troll farms created in third countries that are now using a VPN to fake an „Account based in United States“. pic.twitter.com/xV86mZjNMG
— Anonymous (@YourAnonCentral) November 23, 2025
Why are the fake news accounts overwhelmingly on the right?
Macedonian teenagers in 2016 found that Trump supporters were the most gullible audience.
„The American right, especially the emerging MAGA ecosystem, was simply a dream customer: highly engaged, highly inflamed, and… pic.twitter.com/U4aYxxrWJo
— Richard Hanania (@RichardHanania) November 24, 2025