

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Íslenska karlalandsliðið féll úr leik í undankeppni HM með tapi gegn Úkraínu á dögunum. Liðið hafði unnið Aserbaísjan þremur dögum áður en því var velt upp hvort Arnar hefði átt að rótera liðinu meira vegna skamms tíma milli leikja og ferðalags.
„Þegar við áttum okkar besta lið spiluðum við aftur á móti alltaf á sömu leikmönnum. Við töluðum um það fyrir þennan leik að það kæmi á óvart að Arnar væri að gera þrjár breytingar,“ sagði Kjartan.
„Það segir sig kannski sjálft, strákarnir að koma úr tímamismun og tveir dagar á milli leikja. Það kom manni líka á óvart að Hákon hafi spilað 90 mínútur í fyrri leiknum og Ísak og Albert nánast líka. Maður hefði viljað rótera meira og mér fannst sjást á þeim að þeir væru farnir að þreytast.
Þetta tekur sinn toll og úkraínsku leikmennirnir eru líka hermenn. Þetta er alvöru þjóð og alvöru lið,“ sagði hann einnig.
Umræðan í heild er í spilaranum.