

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Það vakti athygli í leik Íslands gegn Úkraínu á dögunum að Daníel Leó Grétarsson, sem hefur myndað gott miðvarðapar með Sverri Inga Ingasyni undanfarið, var settur á bekkinn fyrir Hörð Björgvin Magnússon.
„Ég held að Arnar hafi bara ekki verið ánægður með hann og hans frammistöðu,“ sagði Kjartan um þessa óvæntu breytingu, en benti á að Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hafi auðvitað farið í annað leikkerfi.
„Eftir á tel ég og mögulega Arnar að hann hefði átt að halda í varnarlínuna. Það er oft ekkert gott að setja inn fleiri miðverði, þá hugsa menn jafnvel að einhver annar græji þetta og Sverrir var í fullri vinnu við að hreinsa upp. Þessi breyting kom mér á óvart,“ sagði Kjartan.
Umræðan í heild er í spilaranum.