

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Ísland tapaði gegn Úkraínu á dögunum og mistókst þar með að komast í umspil um sæti á HM. Kjartan tók eftir því að Strákarnir okkar beittu ekki vopni sem er vinsælt í fótboltanum í dag.
„Ég tók eftir að við erum hættir að taka löngu innköstin. Hörður Björgvin henti alltaf mjög langt. Þau hafa verið í tísku í ensku úrvalsdeildinni og víðar,“ sagði hann.
„Er Arnar að fara á móti tískustraumnum?“ spurði Helgi þá.
„Hann horfði kannski í það að Úkraína er skyndisóknalið og þeir refsuðu okkur þannig hér á Laugardalsvelli,“ sagði Kjartan þá, en Úkraína vann fyrri leik liðanna á Íslandi 3-5.
Umræðan í heild er í spilaranum.