

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Íslenska karlandsliðið féll úr leik í undankeppni HM með tapi gegn Úkraínu á dögunum. Kjartan var á vellinum í Póllandi á vegum Sýnar og hafði þá tilfinningu að Úkraínumenn myndu skora á endanum, en það voru komnar meira en 80 mínútur á klukkuna er það gerðist.
„Svo fór hann að skipta alvöru framherjum inn á og við að fá á okkur þessar fyrirgjafir, þá er eitthvað sem gefur sig á endanum. Því miður varð það raunin.“
Umræðan í heild er í spilaranum.