

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
Íslandi mistókst að komast í umspil um sæti á HM á dögunum. Arnar Gunnlaugsson hefur verið við stjórnvölinn síðan í byrjun árs og var aðeins rætt um þá tíð.
„Ef maður er bara brútal þá hefur hann sett sér tvö markmið. Hann ætlaði að halda okkur í B-deild Þjóðadeildarinnar en við töpuðum gegn Kósóvó. Það var yfirlýst markmið núna að komast í þetta umspil, það gekk ekki,“ sagði Kjartan.
„Hann er góður sölumaður og mér sýnist á öllu að það sé bara þokkaleg jákvæðni miðað við þessar staðreyndir sem ég var að bera á borð. En hann hugsar ekki um annað en fótbolta og ég veit að hann er að reyna að finna út úr því hvað fór úrskeiðis.“
Umræðan í heild er í spilaranum.