fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

433
Laugardaginn 22. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.

Það var meðal annars rætt um karlalandsliðið í þættinum, en Kjartan er nýkominn heim úr vinnuferð, þar sem hann fjallaði um liðið fyrir Sýn.

Ísland byrjaði á því að vinna Aserbaísjan í Bakú en tapaði svo gegn Úkraínu í Varsjá, sem þýðir að liðið fer því miður ekki á HM næsta sumar.

Kjartan var spurður út í lífið utan vallar í borgunum og fannst honum ekki mikið til Bakú koma.

video
play-sharp-fill

„Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi. Svakaleg mengun, eldar út um allt. Það var mökkur eins og það væri þoka en það var bara brennisteinssýra,“ sagði Kjartan, en mikil olíuvinnsla er í Bakú.

„Þetta er annar menningarheimur en maður er vanur. Í leigubílnum á leið upp á flugvöll var ég mjög feginn að vera að komast í burtu. Mér fannst ég hafa misst svona 2-3 af lífi mínu á að hafa verið þarna,“ sagði hann enn fremur og hló.

„En ég var mjög hrifinn af Varsjá og Póllandi, það er hægt að mæla með því að fara þangað.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Í gær

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
Hide picture