

Hann sýndi útkomuna á Instagram en var ekki alveg nógu ánægður. „Ég hélt að hakan mín væri allavega aðeins lengri,“ sagði hann og opnaði sig einlægur um ástæðuna fyrir því að hann safnaði fyrst skeggi.

„Ein af ástæðunum fyrir því að ég var með skegg var því ég var í svo mikilli ofþyngd. Það var bara auðveldara að hylja það sem var í gangi hérna,“ sagði hann og benti á hálsinn sinn.
Undanfarin þrjú ár hefur hann misst yfir 90 kíló og verið mjög opinn um þyngdartapsvegferð sína.
„Ég ákvað að deila þessu með fólki af ástæðu, ég vil vera hreinskilinn um það erfiða sem ég geng í gegnum. Það sem ég vill að fólk viti og sjái, er að ég komst ekki á þann stað sem ég er í dag vegna þyngdar minnar, heldur þrátt fyrir þyngd mína. Mér tókst einhvern veginn að njóta árangurs, verandi 250 kíló, það er sturlað,“ sagði tónlistarmaðurinn í vor.
Jelly Roll heitir réttu nafni Jason Bradley DeFord og hefur gefið út fjölda vinsælla laga, eins og Wild Ones ásamt Jessie Murph og Somebody Save Me með Eminem.