fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Pressan
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 15:30

Hjónin ásamt börnum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Tracy Pollan, eiginkona leikarans Michaels J. Fox, telur að börn þeirra hafi öðlast ríkari samkennd vegna langvarandi baráttu föður þeirra við Parkinsonsveiki.

Pollan var þó fljót að taka fram að hún telji börnin ekki vera „betra fólk“ vegna greiningarinnar, en telur hana hafa leitt til þess að þau hafi meiri samúð með öðrum.

„Ég held að það að alast upp hjá foreldri sem á við heilsufarsvandamál að stríða, það veki bara upp samúð og vernd með náttúrulegum hætti og þau hafa alltaf verið þannig,“ sagði hún

við Page Six á árlegu Fyndið atvik gerðist á leiðinni að lækningu Parkinsonsveiki hátíðinni (e. A Funny Thing happened on the Way to Cure Parkinson´s Gala) á laugardagskvöld.

Hjónin hafa verið gift frá árinu 1988 og Í fyrra játaði Pollan að það geti stundum verið „erfitt“ að vera bjartsýn á meðan Fox heldur áfram að berjast við versnandi taugasjúkdóm.

Pollan, 65 ára, og Fox, 64 ára, eiga fjögur börn saman: Sam, 36 ára, tvíburana Aquinnah og Schuyler, 30 ára, og Esmé, 24 ára.

Pollan og Fox.

Fox sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Back to the Future þrennunni byrjaði að sýna einkenni Parkinsonsveiki árið 1991 og greindist skömmu síðar.

Hann tilkynnti greiningu sína opinberlega árið 1998 og hefur verið dyggur talsmaður rannsókna síðan. Stofnun hans, The Michael J. Fox Foundation, hefur safnað yfir 100 milljónum dala, sem hefur verið fjárfest í rannsóknum.

Hátíðin á laugardag fagnaði 25 ára afmæli hátíðarinnar, þar sem alltaf koma fram tónlistargestir og grínistar, ásamt fjölskyldu og vinum Fox.

„Það er eins og að koma heim,“ sagði Pollan um hátíðina. „Í fyrsta lagi, við höfum frábæra flytjendur, svo það er alltaf eitthvað til að hlakka til. Ég er alltaf spennt að sjá grínistana og tónlistargesti og bara að vera umkringd öllu þessu … fjölskyldan okkar er hér, vinir okkar eru hér, stuðningsmenn okkar eru hér, og það er bara stórt faðmlag. Allur þessi salur er eins og stór faðmlag.“

Í ár kom Jackson Browne fram, Denis Leary var kynnir og Jon Stewart, Colin Quinn og Nikki Glaser stóðu fyrir uppistandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“