fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Pressan
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 14:30

Sonia Exelby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Flórída er í haldi lögreglu vegna gruns um nauðgun, pyntingar og morð á 32 ára breskri konu, Soniu Exelby.

Málið þykir býsna óhugnanlegt því svo virðist sem Exelby hafi ferðast til Bandaríkjanna í leit að „ofbeldisfullum dauðdaga“ eftir að hafa glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Áður en hún var drepin virðist hún hafa fengið bakþanka, ef marka má umfjöllun New York Post.

Það voru ástvinir Exelby í Portsmouth á Englandi sem tilkynntu hvarf hennar eftir að hún skilaði sér ekki úr flugi frá Gainesville-flugvelli í Flórída þann 13. október síðastliðinn.

Í frétt New York Post kemur fram að yfirvöld í Bretlandi hafi sett sig í samband við löggæsluyfirvöld á Flórída vegna málsins og lýstu þau því að Exelby væri í sjálfsvígshættu og hefði í hyggju að hitta einhvern sem ætlaði að drepa hana á ofbeldisfullan hátt.

Lögregluyfirvöldum tókst loks að tengja ferðir Exelby við mann að nafni Dwain Hall, en sá hafði notað kreditkort hennar eftir hvarfið. Hann var handtekinn 17. nóvember síðastliðinn grunaður um morð af fyrstu gráðu, mannrán og misnotkun á kreditkorti.

Darwin Hall.

Hall, sem er 53 ára, er sagður hafa lýst því í yfirheyrslum að hann hefði hitt Exelby fyrst á blætisvefsíðu fyrir tveimur árum. Hún hefði lýst því að hún væri í sjálfsvígshugleiðingum og vildi láta drepa sig. Hélt hann því fram að hann hefði viljað hjálpa henni.

Lögregla lagði meðal annars hald á síma Hall og fannst þar myndband sem sýndi Exelby meðal annars með marbletti og illa á sig á komna. Er hann sagður hafa spurt hana hvers vegna hún væri hjá honum og hún svarað því til að hún væri ömurleg manneskja sem hefði sært alla í kringum sig.

Lögregla sagði að Hall hefði ítrekað reynt að fá samþykki hennar til að meiða hana og Exelby hafi augljóslega verið „hikandi“ þó hún hafi kinkað kolli. Lík hennar fannst í grunnri gröf í Marion Oaks þann 17. október og staðfesti krufning að Exelby hafi látist af völdum fjögurra stungusára. Hall er nú í gæsluvarðhaldi.

Í frétt Fox 35 kemur fram að lögreglan í Flórída hafi staðfest að Exelby hafi leitað á netinu eftir einstaklingi sem vildi drepa hana. Rannsóknarlögreglumaðurinn Jamie Copenhaven segir við bandaríska fjölmiðla að á þeim 30 árum sem hann hefur sinnt löggæslu hafi hann aldrei lent í öðru eins máli.


Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna