fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Pressan
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Read hefur kært lögregluembættið sem fór með rannsókn á morði kærasta hennar. Hún segist hafa verið gerð að blóraböggli til að hylma yfir raunverulega morðingjann sem komi úr röðum lögreglunnar.

Mál Karenar vakti gríðarlega athygli þegar hún var ákærð og síðar sýknuð fyrir morðið. Kærasti hennar John O’Keefe fannst látinn veturinn 2022 fyrir utan heimili samstarfsfélaga síns, en þeir störfuðu sem lögreglumenn. Karen var sökuð um að hafa ekið yfir O’Keefe og skilið hann eftir ósjálfbjarga í snjóstormi.

Sjá einnig:Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Karen hefur alla tíð neitað sök og bent á margt athugavert við rannsókn málsins. Til dæmis þá staðreynd að O’Keefe fannst látinn fyrir utan heimili lögreglumannsins Brian Albert. Engu að síður hafi vinur Albert og samstarfsfélagi verið settur yfir rannsóknina, sem bendi eitt og sér til þess að rannsóknin hafi ekki verið hlutlaus. Yfirrannsakandinn, Proctor, hafi svo augljóslega lagt fæð á Karen en hann sendi fullt af skilaboðum á kollega sína á meðan hann rannsakaði málið þar sem hann kallaði Karen öllum illum nöfnum og sagðist vona þess heitt og innilega að hún svipti sig lífi. Lík O’Keefe hafi ekki borið þess merki að ekið hafi verið yfir hann heldur þvert á móti bentu áverkar til þess að hann hafi lent í slag, misst meðvitund og svo verið viljandi skilinn eftir úti í kuldanum. Eins hafi mágkona Brian Albert, sem var stödd á staðnum þetta örlagaríka kvöld, notað Google til að komast að því hversu langan tíma það tekur fyrir manneskju að verða úti.

Karen gerir síðan athugasemd við að engin leit hafi farið fram á heimili Brian Albert þrátt fyrir að margt bendi til þess að O’Keefe hafi hlotið höfuðáverka sinn þar.

Nú vill Karen freista þess að fá úr málinu skorið í eitt skiptið fyrir öll og segir ljóst að lögreglan hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Tilraun lögreglu til að koma sök yfir á hana hafi ekki tekist en Karen sitji þó eftir með mikið fjártjón. Hún skuldi nú mikla peninga í lögfræðikostnað, hafi misst vinnuna og orðið fyrir heilsubresti vegna streitu og álags.

NBC greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna