

Íslenska landsliðið er ekki á leið í umspill um laust sæti á HM eftir tap gegn Úkraínu á útivelli í dag. Oleksandr Zubkov kom liðinu yfir og annað mark Úkraínu kom í uppbótartíma.
Íslenska liðið var með ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en í þeim síðari var liðið meira og minna í vörn.
Heimamenn í Úkraínu fengu sín færi en íslenska liðið varðist vel, íslenska liðið fékk einnig ágætis færi en markvörður Úkraínu varði vel.
Það var svo á 83. mínútu sem Oleksandr Zubkov skoraði eftir horn, boltinn rataði á fjærstöng þar sem menn voru sofandi og Zubkov stangaði boltann í netið.
Íslenska liðið reyndi að sækja jafnteflið en Oleksii Hutsuliak kom liðinu í 2-0 í uppbótartíma og íslenska liðið slegið niður.
Íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins en liðið vann Aserbaídsjan í tvígang í riðlinum og gerði eitt jafntefli við Frakkland, liðið tapaði í tvígang gegn Úkraínu og fara þeir því í umspilið.
Betra liðið vann þennan leik því miður. Margir okkar manna spiluðu langt undir getu.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2025
Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram. Annars var markvarslan hjá markverði Úkraínu sem vann þennan leik #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) November 16, 2025
Væri til í að vera laus við að mæta Úkraínu í fótbolta í 10 ár eða svo #fotboltinet
— Konráð Ólafur (@Konnieysteins) November 16, 2025
Athyglisvert að 6 byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins á móti Ukraínu eiga feður sem einnig voru afreksmenn í boltanum. Og tveir aðrir á bekknum
— Leifur Grímsson (@lgrims) November 16, 2025
Binni Willums er heimsklassa í að sækja aukaspyrnur. Léttur Argentínumaður í honum. Willum sjálfur létt þungur með þessa takta en takk f mig Pandagang pic.twitter.com/toCeUcwbcW
— Jói Ástvalds (@JoiPall) November 16, 2025
Alltof oft vandræðagangur í kringum Hörð Björgvin. Skiptingu takk! #fótbolti
— GUNN4R 4NDR345🇵🇸 (@GunnarAndreasK) November 16, 2025
Búið að liggja í loftinu í langan tima.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2025
Sverrir Ingi er svo fucking geggjaður
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) November 16, 2025
Bras á okkar mönnum í Varsjá. Þurfum sexu. Svolítið berskjaldaðir og með sama áframhaldi er ég hræddur um að við lendum undir.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2025
Þvílíka öryggistilfinningin í öllu stressinu að sjá Big Glacier þarna í þjóðsöngnum, vitandi að hann er að fara að #takayfir
— Jói Skúli (@joiskuli10) November 16, 2025
KOMA SVO ISLAAAAND
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) November 16, 2025