fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Rekinn fyrir að mæta ekki í vinnuna og krafðist þá bóta

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 13:30

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað því að veita einstaklingi áheyrn, sem var sagt upp störfum vegna óheimilla fjarvista frá vinnu. Hafði héraðsdómur dæmt einstaklingum bætur en Landsréttur sneri dómnum við og sagði vinnuveitanda einstaklingsins hafa verið í fullum rétti við að segja honum upp og situr hann því eftir bótalaus.

Í ákvörðun Hæstaréttar er hvorki einstaklingurinn né vinnuveitandi hans nafngreindur en af samhengi ákvörðunarinnar má ráða að vinnuveitandinn sé opinber aðili.

Starfsmaðurinn krafðist skaðabóta vegna uppsagnar úr starfi í kjölfar áminningar og endurgreiðslu afdreginna launa.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn skyldi fá 6 milljónir króna í bætur þar sem um ólögmæta uppsögn hafi verið að ræða. Þá var krafa hans um vangoldin laun tekin til greina að hluta.

Með dómi Landsréttar var vinnuveitandinn hins vegar sýknaður. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvörðun um áminningu og síðar uppsögn starfsmanns væru matskenndar stjórnvaldsákvarðanir og yrði að játa þeim sem þær tækju nokkurt svigrúm. Sættu slíkar ákvarðanir ekki öðrum takmörkunum en leiddi af lögum og grunnreglum stjórnsýsluréttar. Landsréttur taldi skilyrði fyrir veitingu áminningar hafa verið uppfyllt.

Fjarvist án heimildar

Landsréttur sagði í sínum dómi að í málinu lægi fyrir að starfsmaðurinn hefði, eftir að hafa verið veitt áminning vegna ólögmætra forfalla, verið fjarverandi í að minnsta kosti tólf skipti á tilgreindu tímabili án lögmætrar ástæðu að mati vinnuveitandans. Var ekki talið að vinnuveitandinn hefði brotið gegn rannsóknarskyldu eða andmælarétti starfsmannsins. Landsréttur taldi að sýnt hefði verið fram á með fullnægjandi hætti að málefnalegar ástæður hefðu legið að baki uppsögninni og skilyrði fyrir henni uppfyllt. Af gögnum málsins yrði jafnframt ráðið að grundvöllur áminningar og síðar uppsagnar hafi verið almennur vandi en ekki einstök tilvik.

Þá féllst Landsréttur ekki á það sjónarmið starfsmannsins að vinnuveitandi hans hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um aðferðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í tengslum við uppsögnina. Þá hefði ekki þýðingu að vinnuveitandinn hefði ekki sérstaklega borið undir dóm niðurstöðu innviðaráðuneytisins um að ákvörðun um uppsögn hefði verið ólögmæt.

Læknisvottorð

Í beiðni starfsmannsins til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi var vísað til þess að málið hefði verulegt almennt gildi og varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni starfsmannsins. Málið væri fordæmisgefandi um skyldur starfsmanns til að tilkynna veikindafjarvistir til atvinnurekanda án þess að læknisvottorða væri aflað. Taldi starfsmaðurinn að ákvæði viðkomandi kjarasamnings hefði ekki lagt þá skyldu á starfsmann að tilkynna daglega um veikindi. Þá yrðu þau ekki túlkuð svo rúmt að þau veittu vinnuveitanda heimild til að draga af launum starfsmanns sem svaraði þeim tíma sem viðkomandi var fjarverandi vegna veikinda án undanfarandi tilkynningar.

Málið hafi jafnframt verulegt almennt gildi um skuldbindingargildi úrskurða innviðaráðuneytisins fyrir málsaðila í skilningi sveitarstjórnarlaga. Loks var á því byggt að dómur Landsréttar væri rangur að efni til.

Hæstiréttur tekur hins vegar ekki undir þetta. Það er niðurstaða hans, með vísan til gagna málsins, að hvorki verði litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni starfsmannsins í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.

Starfsmaðurinn situr því eftir bótalaus vegna uppsagnarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga