fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 17:30

Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi vandar um við fjölmiðla og dómstóla og segir orð móta viðhorf. Ofbeldi gegn börnum sé alltaf ofbeldi, misnotkun, nauðgun. Ekki sé hægt að draga úr alvarleika ofbeldis gegn börnum með því að nota orðalag eins og „samræði við barn“.

Guðný segir í grein sinni að þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp, sér í lagi þegar börn eru þolendur, bregði mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Segist hún oft spyrja sjálfa sig þegar um lokað þinghald er að ræða til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum?

Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega.

Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum.“

Vísar Guðný til frétta í vikunni þar sem fyrrum starfsmaður á leikskólanum Múlaborg hefur verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni en í ákæru er sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”.

Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi?“

Guðný segir að með þessum hætti sé ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þolendur eru leikskólabörn.

„Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum.“

Segir fjölmiðla verða að axla ábyrgð

Guðný segir að ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verði þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. 

„Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota.

Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan