

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Njarðvík sótti Eið Aron Sigurbjörnsson frá Vestra á dögunum, en Davíð Smári Lamude sem þjálfaði hann fyrir vestan er auðvitað tekinn við liðinu.
„Þetta er risastórt, líka út frá því að Njarðvík hefur misst hafsenta sína frá því síðasta sumar. Þetta setur tóninn,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Njarðvík hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar en datt út í umspilinu. Liðið ætlar sér upp næsta sumar.
„Mér finnst metnaðarfullt að ráða Davíð Smára, sem hefur farið upp um allar deildir á Íslandi. Um leið og hann var ráðinn vissi maður að svona leikmenn myndu koma. Það kæmi mér ekki á óvart ef Damir kemur. Þá þarftu ekki mikið meira til að halda hreinu,“ sagði Viktor.
Þátturinn í heild er í spilaranum.