

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Arnar Gunnlaugsson er kominn með íslenska karlalandsliðið í dauðafæri á að fara í umspil um sæti á HM. Hann tók við í vor og ekki byrjaði það vel, með slæmum töpum gegn Kósóvó. Síðan hafa hlutirnir þó batnað mikið.
„Maður sér mikil batamerki á liðinu og er spenntur fyrir því að horfa á þetta. „Hann er með þjóðina á bak við sig. Hann talar til okkar og fær alla með sér í lið. Ég hlusta á viðtal við hann og hann selur mér bara allt sem hann segir,“ sagði Viktor í þættinum.
„Eftir leikina við Kósóvó hugsaði maður: Hvaða bilun er að fara af stað hérna? En hann er ekki vitlaus, hann var að sjokkera hópinn með ýktu útgáfunni af því hvernig hann vill spila,“ sagði Hrafnkell.
Þátturinn í heild er í spilaranum.