fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

Fókus
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 18:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt var að ganga svo vel með síðustu tveimur karlmönnum sem ég deitaði þar til ég komst að blæti þeirra í svefnherberginu.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Konan talaði við báða karlmennina í nokkrar vikur, þann fyrri hálfu ári á undan hinum.

„Ég naut þess að tala við þá og fara á stefnumót með þeim. Eftir þrjú eða fjögur stefnumót sváfum við saman,“ segir hún.

Hún segir að allt hafi litið vel út á yfirborðinu en þeir hafi báðir viljað skyrpa á hana í kynlífi. Annar þeirra gerði það án þess að spyrja.

„Sá fyrri spurði mig allavega, ég leyfði honum að gera það á magann minn en þegar hann bað um að skyrpa upp í mig þá sagði ég nei, og fann svo einhverja afsökun til að hitta hann ekki aftur,“ segir hún.

„En þegar sá seinni gerði það án þess að spyrja fékk ég sjokk. Hann byrjaði að skyrpa á mig að neðan, ég sagði ekkert því ég hélt hann væri að gera þetta í stað þess að nota sleipiefni, en síðan hélt hann áfram að gera þetta, hann meira að segja skyrpti framan í mig. Þá sagði ég honum að hætta og að þetta væri ógeðslegt.

Hann var svo hissa, fyrst baðst hann afsökunar en síðan byrjaði hann að réttlæta þessa hegðun og sakaði mig um að senda óskýr skilaboð.

Ég vissi ekki hvað ég átti að segja, þannig ég fór bara.

Er ég bara óheppin að báðir þessir karlmenn voru með sama blætið? Hvernig geta menn, sem virðast svo góðir, fundist í lagi að koma svona fram við makann sinn?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er algengt að sjá þetta í klámi, eins og kyrkingar, kinnhesta og endaþarmsmök. Þetta hefur skaðleg áhrif á væntingar fólks.

Áður fyrr var þetta álitið öfgakennt en í dag er þetta orðið algengt. Að skyrpa í munn maka í kynlífi er talið vera hluti af BDSM, en eins og fólk í BDSM samfélaginu myndi segja við þig þá snýst þetta fyrst og fremst um samþykki, sem hann fékk ekki frá þér. Það er eðlilegt að þér hafi brugðið.“

Ráðgjafinn mælir með að hún taki sér smá pásu frá stefnumótum, einbeiti sér að rækta vináttur og næst þegar hún kynnist karlmanni að tala strax um mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“