

Jóhann Berg Guðmundsson varð í gær fimmti leikmaður í sögu A-landsliðs karla til að spila 100 landsleiki, leikurinn kom í 2-0 sigri á Aserbaídsjan.
Jóhann lék sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur því verið hluti af landsliðinu í sautján ár.
Hann fór bæði með liðinu á EM árið 2016 og HM tveimur árum síðar. Fjórir af þeim fimm sem komast í 100 leikja klúbbinn voru með á þeim mótum.
Aron Einar Gunnarsson er með sjö leikjum meira en Jóhann. Aroni vantar sex leiki til að ná Birki Bjarnasyni sem er hættur í knattspyrnu.
Leikjaæstu leikmenn í sögu Íslands:
Birkir Bjarnason – 113
Aron Einar Gunnarsson – 107
Rúnar Kristinsson – 104
Birkir Már Sævarsson – 103
Jóhann Berg Guðmundsson – 100