fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Fókus
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 08:30

Adele. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Adele reynir nú fyrir sér á nýjum vettvangi, en frumraun hennar í kvikmyndum verður í Cry to Heaven. Tom Ford leikstýrir, framleiðir og skrifar handrit eftir samnefndri bók Anne Rice.

Enn er óljóst hvert hlutverk Adele er, en myndin mun koma út haustið 2026. Tökur hefjast í janúar í London og Róm.

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Rice frá árinu 1982, sem fjallar um „tvo menn sem eru geldir til að tryggja fullkomna sópranrödd“ á Ítalíu á 18. öld, samkvæmt vefsíðu höfundarins.

„Guido Maffeo er geldur sex ára gamall og fer inn í tónlistarskólann. Hann verður stjarna þar til hann missir röddina. Þegar röddin er horfin verður hann kennari og leitar að dreng sem getur uppfyllt týnda drauminn hans,“ segir að hluta til í samantekt skáldsögunnar.

Nicholas Hoult, Aaron Taylor-Johnson, Ciarán Hinds, George MacKay, Mark Strong, Colin Firth, Paul Bettany, Owen Cooper og Daniel Quinn-Toye eru í aðalhlutverkum. Hunter Schafer, Josephine Thiesen, Thandiwe Newton, Theodore Pellerin, Daryl McCormack, Cassian Bilton, Hauk Hannemann og Lux Pascal munu einnig leika.

Tom Ford. Mynd: Getty.

Ford skrifaði handritið og er tengdur við leikstjórn og framleiðslu í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt Fade To Black. Í stað þess að vinna með kvikmyndastúdíóum til að fjármagna myndina hefur Ford, sem er fyrrverandi listrænn stjórnandi Gucci og YSL ákveðið að fjármagna myndina sjálfur og hyggst koma henni á markað eftir að framleiðslu lýkur. Ford seldi tískumerki sitt til Estée Lauder fyrir 2,83 milljarða dala árið 2023.

Cry To Heaven markar einnig endurkomu Ford í kvikmyndagerð eftir næstum áratug í kjölfar Nocturnal Animals, sem vann dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2016, hlaut níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna og þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlauna.

Taylor-Johnson hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leikara í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni frá árinu 2016. Firth var tilnefndur til Óskars og BAFTA-verðlauna fyrir túlkun sína í frumraun Fords, A Single Man, sem hlaut lof gagnrýnenda.

Adele tilkynnti að hún myndi taka sér hlé frá tónlistarferli sínum í fyrra eftir að tónleikaröð hennar í Las Vegas lauk. Auk nokkurra tónleika sinna í Saturday Night Live hefur söngkonan lítið komið fram í sjónvarpsþáttum fyrir utan gestahlutverk í Ugly Betty snemma á fyrsta áratug 21. aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“