

Nýi 2 milljarða punda heimavöllur Manchester United hefur fengið stuðning til að hýsa stórmót í framtíðinni.
Félagið vonast til að flytja inn á glæsilegan nýjan völl árið 2030, þó það sé enn talið bjartsýnt markmið.
Borgarstjóri Manchester, Andy Burnham, sem situr í verkefnateymi sem stýrir byggingu vallarins, telur að mannvirkið muni verða mikilvæg stoð fyrir allt norðvestur Englands.
Völlurinn, sem hannaður er fyrir 100 þúsund áhorfendur, hefur þegar verið nefndur sem mögulegt „Wembley norðursins“. Burnham vill að hann verði meðal leikvalla fyrir HM kvenna árið 2035.
Í Added Time-hlaðvarpinu sagði hann. „Þetta er stórt uppbyggingarverkefni fyrir allt svæðið. Ef við náum að hrinda þessu í framkvæmd tel ég líklegt að við fáum að halda HM kvenna árið 2035. Ímyndið ykkur úrslitaleik á nýja Old Trafford, það væri stórkostlegt markmið.“