fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Eldri maður situr uppi með reikninginn – Var ekki skilgreindur sem aldraður

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 12:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni ellilífeyrisþega, sem er karlmaður, um endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar erlendis. Var beiðninni synjað meðal annars á þeim forsendum að maðurinn hafi ekki verið aldraður í skilningi reglugerðar þegar meðferðin fór fram.

Umsóknin var lögð fram í apríl á þessu ári en synjað í maí og kærði maðurinn synjunina í kjölfarið. Höfnuðu Sjúkratryggingar beiðninni með vísan til þess að þegar meðferðin fór fram hafi maðurinn ekki notið stöðu ellilífeyrisþega, í samræmi við ákvæði reglugerðar um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar, þegar meðferðin fór fram. Einnig var vísað til þess að umsóknin hafi ekki verið lögð fram fyrr en að meðferð lokinni en ekki áður en hún fór fram eins og reglugerðin kveður á um.

Í kæru sinni sagði maðurinn að það væri ekki rétt að hann hefði ekki verið orðinn ellilífeyrisþegi áður en meðferðin fór fram í apríl á þessu ári. Hann hafi byrjað töku ellilífeyris mánuðinn áður.

Í andsvörum sínum ítrekuðu Sjúkratryggingar áður uppgefnar ástæður fyrir synjuninni. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar hafi maðurinn ekki haft stöðu ellilífeyrisþega þegar umrædd þjónusta var veitt en samkvæmt reglugerðinni eiga þeir sem hafa náð 67 ára aldri eða eru á aldrinum 60-66 ára og njóta ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins rétt á þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við almennar tannlækningar. Er þessi hópur í reglugerðinni skilgreindur sem aldraðir.

Ekki orðinn 67

Sjúkratryggingar vísuðu einnig til þess að þegar meðferðin fór fram hjá hinum erlenda tannlækni hafi maðurinn ekki verið orðinn 67 ára. Hann hafi því ekki uppfyllt þessi skilyrði reglugerðarinnar fyrir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála segir að það liggi fyrir að maðurinn hafi verið 66 ára þegar meðferðin fór fram og samkvæmt greinargerð Sjúkratrygginga hafi hann ekki á þeim tíma notið ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Því næst segir í niðurstöðunni:

„Þar sem kærandi var ekki aldraður í skilningi reglugerðar nr. 766/2024 þegar meðferð fór fram eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði vegna tannlækninga.“

Synjun á umsókn mannsins um þátttöku í tannlæknakostnaði erlendis er því staðfest.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“