fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, þjálfari Napoli, gæti sagt upp störfum hjá Napoli í dag og mun funda með stjórn félagsins í dag eftir 2-0 tap gegn Bologna á sunnudag.

Meistarar Ítalíu frá síðasta tímabili hafa nú misst toppsætið og hafa tapað fimm leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið hefur ekki skorað í þremur leikjum í röð.

Samkvæmt blaðamanninum Matteo Moretto mun Conte eiga samtal við stjórn Napoli þar sem staða hans fer versnandi.

Eftir leikinn gagnrýndi Conte leikmenn sína harðlega. „Ef þú tapar fimm leikjum þá er eitthvað að. Ég vil ekki fylgja dauðum líkama. Það vantar hjarta, ákafa og sameiginlega hugsun. Ég sé leikmenn hugsa meira um sín eigin vandamál en liðið,“ sagði Conte.

Hann bætti við að Napoli virðist enn lifa á sigri síðasta tímabils: „Við höfum ekki sömu orku og í fyrra. Kannski erum við of ánægðir með það sem gerðist áður. Ég hef ekki náð að breyta þessu á fjórum mánuðum, það þýðir að ég er ekki að gera nóg eða einhver vill ekki hlusta.“

Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem Conte gagnrýnir félagið opinberlega, eftir að hafa kallað sumargluggann mistök eftir 6-2 tap gegn PSV. Napoli keypti meðal annars Kevin De Bruyne og Rasmus Højlund í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn
433Sport
Í gær

Verður þetta síðasti leikur Ronaldo á ferlinum?

Verður þetta síðasti leikur Ronaldo á ferlinum?
433Sport
Í gær

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“