

Lionel Messi heimsótti Spotify Camp Nou í skjóli nætur í gær og vakti það strax mikla athygli á Spáni. Messi er nú hjá Inter Miami í MLS, en hefur oft talað um að Barcelona sé „heimilið“ hans.
Samkvæmt katalónskum miðlum fékk hann aðgang að nýjum leikvanginum á meðan framkvæmdum stendur og gekk um völlinn með fjölskyldu sinni. Messi sagði þetta um heimsókn sína.
„Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta. Stað þar sem ég var ólýsanlega hamingjusamur,“ segir Messi.

Hann bætti við að hann vonaði að hann myndi snúa aftur til Barcelona einhvern daginn.
„Ég vona að ég geti komið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður. Ég gæti aldrei gert það á þann hátt. Barcelona er og verður alltaf hluti af mér.“
Messi lék 778 leiki fyrir Barcelona og skoraði 672 mörk áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2021.
🚨💙❤️ Leo Messi secretly visited the new Spotify Camp Nou last night. 🏟️
“Last night I returned to place that I miss with my soul. A place where I was immensely happy”.
“I hope one day I can come back, and not just to say goodbye as a player, as I could never do…”. 🧨 pic.twitter.com/lHdvus7CjW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 10, 2025