

Fyrrum fyrirliði Manchester United, Roy Keane, segir að Liverpool sé í krísu eftir 3-0 tap gegn Manchester City um helgina. Meistarar síðasta tímabils hafa nú tapað fimm leikjum á leiktíðinni og sitja í 8. sæti, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.
Keane sagði á Sky Sports að varnarleikurinn væri helsta áhyggjuefnið. „Þú getur ekki talað um Liverpool sem lið sem berst um titla núna. Þetta eru fimm töp. Varnarlínan er alls staðar nema þar sem hún á að vera. Þau eru að gefa mörk á mjög slæman hátt,“ sagði hann.
„Þetta tap særir. Það er krísa hjá Liverpool.“
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, gagnrýndi sérstaklega Ibrahima Konate.
„Ég skil ekki hvað Konate er að reyna að gera. Þegar Liverpool lendir í vandræðum er hann nánast alltaf í miðjunni. Hann hefur of oft horfið úr leik, sérstaklega á útivelli,“ sagði Carragher.
Keane hélt áfram gagnrýninni og sagði nýlegir sigrar á Aston Villa og Real Madrid ekki breyta heildarmyndinni.
„Að tapa fimm af tíu leikjum hjá svona félagi er krísa. City voru sterkari, betri á boltann og líkamlega yfirburði. Liverpool leit veikburða út og ákvarðanir í vörninni voru slakar. Þetta var mjög dapurt.“