

Memphis Depay hefur verið beðinn um að yfirgefa lúxus hótelsvítuna sem Corinthians greiðir fyrir, samkvæmt fjölmiðlum í Brasilíu.
Hollenski framherjinn, sem gekk til liðs við félagið árið 2024 frá Atlético Madrid, fékk í samning sinn tryggingu fyrir penthouse-svítu á Rosewood-hótelinu í São Paulo, ásamt ýmsum fríðindum eins og einkakokki, lífverði og brynvörðum bíl.
Nýr forseti Corinthians, Osmar Stabile, sem tók við embætti í ágúst, telur þessi kjör þó ekki í takt við fjárhagsstöðu félagsins.

Svíta Depay kostar um 35 þúsund pund á mánuði, rúmlega 400 þúsund pund á ári. Stabile vill að Depay flytji í hús í hinni lokaðu og efnahagssterku Alphaville-byggð, en leikmaðurinn er sagður hikandi, meðal annars vegna fjarlægðar við æfingasvæði félagsins.
Þar með eru málin komin í ákveðið pattstöðu milli forsetans og Depay, sem hefur gildan samning til desember 2026. Depay hefur þó skilað góðu framlagi á vellinum, hann hefur spilað 58 leiki fyrir Corinthians, skorað 16 mörk og lagt upp 14, þar á meðal átt stóran þátt í Campeonato Paulista-titlinum fyrr á árinu.
Fyrir skömmu rataði Depay einnig í brasilíska slúðurmiðla eftir að áhrifavaldurinn Lary Simoes sakaði hann um að hafa orðið barnshafandi af honum og fengið svo þögnina í stað stuðnings.