fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Memphis Depay hefur verið beðinn um að yfirgefa lúxus hótelsvítuna sem Corinthians greiðir fyrir, samkvæmt fjölmiðlum í Brasilíu.

Hollenski framherjinn, sem gekk til liðs við félagið árið 2024 frá Atlético Madrid, fékk í samning sinn tryggingu fyrir penthouse-svítu á Rosewood-hótelinu í São Paulo, ásamt ýmsum fríðindum eins og einka­kokki, lífverði og brynvörðum bíl.

Nýr forseti Corinthians, Osmar Stabile, sem tók við embætti í ágúst, telur þessi kjör þó ekki í takt við fjárhagsstöðu félagsins.

Getty Images

Svíta Depay kostar um 35 þúsund pund á mánuði, rúmlega 400 þúsund pund á ári. Stabile vill að Depay flytji í hús í hinni lokaðu og efnahagssterku Alphaville-byggð, en leikmaðurinn er sagður hikandi, meðal annars vegna fjarlægðar við æfingasvæði félagsins.

Þar með eru málin komin í ákveðið pattstöðu milli forsetans og Depay, sem hefur gildan samning til desember 2026. Depay hefur þó skilað góðu framlagi á vellinum, hann hefur spilað 58 leiki fyrir Corinthians, skorað 16 mörk og lagt upp 14, þar á meðal átt stóran þátt í Campeonato Paulista-titlinum fyrr á árinu.

Fyrir skömmu rataði Depay einnig í brasilíska slúðurmiðla eftir að áhrifavaldurinn Lary Simoes sakaði hann um að hafa orðið barnshafandi af honum og fengið svo þögnina í stað stuðnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Í gær

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Í gær

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst