fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 15:53

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við kræfum vasaþjófum. Í tilkynningunni kemur fram að þrjú mál hafi nýlega komið upp þar sem greiðslukortum var stolið af vasaþjófum.

„Í tveimur þeirra eru brotaþolarnir fullorðnir karlar, komnir á eftirlaunaaldur og rúmlega það. Talið er að þjófarnir hafi fylgst með mönnunum slá inn PIN-númer í verslunum, fylgt þeim síðan eftir og þá stolið veskjunum úr vösum þeirra. Eftirleikurinn var svo auðveldur, en þjófarnir tóku út talsvert fé af reikningum mannanna. Í þriðja tilvikinu varð erlendur ferðamaður fyrir barðinu á vasaþjófum sem voru á kreiki við Hallgrímskirkju, en þeir stálu greiðslukortum af honum,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar