fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 16:35

Leikskólinn Múlaborg við Ármúla í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hannes Valle Þorsteinssyni, 22 ára gömlum manni, fyrir kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum Múlaborg.

RÚV greinir frá þessu og staðfestir Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, tíðindin. Hannes var handtekinn þann 12. ágúst í kjölfar þess að foreldrar barns á Múlaborg tilkynntu til lögreglu grun um að brotið hefði verið gegn barni þeirra á leikskólanum. Við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Hannes hefði brotið gegn fleiri börnum.

Ákæran í málinu hefur ekki borist fjölmiðlum en verður send Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum. Sigurður Ólafsson gat ekki veitt RÚV frekari upplýsingar um innihald ákærunnar og gefur ekki upp hvað mörgum börnum Hannes er ákærður fyrir brot gegn. Vísar hann á dómstólinn fyrir frekari upplýsingar. Það þýðir að þinghald í málinu verður lokað en dómstólar afhenda fjölmiðlum ákærur eftir þingfestingu í málum þar sem þinghald er lokað.

Gæsluvarðhald yfir Hannes hefur verið framlengt um fjórar vikur en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið