fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. október 2025 21:25

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmenn á tvítugsaldri í umdæminu í gærdag og fór í húsleitir í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt töluverðum fjölda ólögráða ungmenna fölsuð rafræn skilríki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur að salan hafi farið fram með þeim hætti að kaupendur þjónustunnar fóru inn á ,,mínar síður“ á Ísland.is og þar hafi fæðingarári í kennitölu þeirra verið breytt svo ungmennin virtust vera orðin lögráða eða komin á áfengiskaupaaldur.

Segir í tilkynningunni að þar sem rannsóknargögn benda til þess að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli mælist lögregla til þess að foreldrar eigi samtal við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum en slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. Þá vilji lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem sé áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg.

Lögreglan ítreki að nauðsynlegt sé að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í Ísland.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja svo sem nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.

Segir að lokum að gott sé að benda á að í Ísland.is appinu megi finna möguleika til að kanna hvort skilríki sé í lagi eða ekki – en það megi finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnist gluggi þar sem skanna megi kóða sem finna megi neðst í skírteininu og komi þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.

Virðast ungmennin því einkum hafa keypt hin fölsuðu rafrænu skilríki til að geta keypt áfengi eða nikótín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Í gær

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum