fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. október 2025 07:10

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði venju samkvæmt í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista fjórir fangageymslur.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var ökumaður stöðvaður sem var með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni. Hann reyndist einnig vera með röng skráningarnúmer á bifreiðinni og er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur á lögreglustöð og fór málið í hefðbundið ferli.

Í sama umdæmi hafði lögregla hendur í hári ökumanns sem olli umferðaróhappi og forðaði sér af vettvangi. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna málsins.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1 var tilkynnt um einstakling sem var búinn að koma sér fyrir inni í hesthúsi. Var honum vísað á brott.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi.

Loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem greiddi ekki fyrir farið. Farþegarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Í gær

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“