

Ekkert lát virðist ætla að verða á vandræðagangi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá embætti hennar kemur nú fram að fjárhagsstaða þess er alvarleg í meira lagi og hefur dómsmálaráðuneytið ráðist í úttekt á fjárhagsstöðunni.
Liður í því að rétta stöðuna er að ráðast í uppsagnir starfsmanna sem og að endurnýja ekki tímabundna ráðningasamninga. Einn slíkur varð við einn dýrasta ráðgjafa landsins, Þórunni Óðinsdóttur, sem ráðin var til embættisins í flýti eftir að RÚV ljóstraði upp um milljóna viðskipti embættis ríkislögreglustjóra við fyrirtæki hennar.
Alls greiddi embætti Sigríðar Bjarkar ráðgjafarfyrirtækinu Intru, þar sem Þórunn var eini starfsmaðurinn, um 160 milljónir króna á fimm árum fyrir ýmiskonar verkefni.
Ljóst er að málið er pínlegt í meira lagi en í lok áðurnefndar tilkynningar kveðst ríkislögreglustjóri ætla að draga lærdóm af málinu.