

Alþjóðlega knattspyrnureglunefndin (IFAB) hyggst kynna stórar breytingar á VAR-kerfinu í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu næsta sumar.
Samkvæmt breskum miðlum var ákveðið á fundi nefndarinnar í vikunni að VAR verði framvegis heimilt að grípa inn í þegar leikmaður fær ranga aðvörun, þ.e. annað gult spjald sem leiðir til brottvísunar.
Ef breytingin verður samþykkt formlega mun hún taka gildi 1. júlí 2026, en FIFA stefnir á að hraða innleiðingunni þannig að nýja reglan verði notuð strax á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, sem hefst 11. júní.
VAR hefur hingað til aðeins mátt grípa inn í við „lykil atvik“ eins og mörk, vítaspyrnur og beint rautt spjald. Nýja reglugerðin myndi því marka stærsta breytinguna á VAR-kerfinu frá því það var tekið upp.
Á sama fundi ræddu reglugerðaraðilar einnig leiðir til að hraða leikjum og draga úr tímasóun. Þar kom meðal annars til umræðu að setja tímamörk á innköst, þar sem leikmenn eru farnir að nýta þau til að tefja leik. Hugmyndin er svipuð þeirri reglu sem takmarkar hversu lengi markverðir mega halda boltanum.
IFAB tekur endanlega ákvörðun á ársfundinum í Cardiff í febrúar.