fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Appelsínugulri veðurviðvörun aflýst en sú gula stendur eftir – Fólk áfram beðið að halda sig heima

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki kemur til appelsínugulrar veðurviðvörunar eins og áður hafði verið auglýst, en gul viðvörun er enn í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins.

Enn þá snjóar sumsstaðar á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar er farið að rofa vel til. Umferð er þó víða enn þung og miklar tafir í til dæmis austurhluta höfuðborgarsvæðisins.

Aðgerðarstjórn biður fólk mjög eindregið um að halda sig heima og fylgjast áfram með veðurspám og upplýsingum um færð á vegum.

„Það mun taka dágóðan tíma að ryðja götur á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægja ökutæki, sem hafa verið skilin eftir vegna ófærðar. Því er mjög mikilvægt að fólk hindri ekki hreinsun gatna en þar er ærið verkefni fyrir höndum, ekki síst vegna mikillar klakamyndunar víða.“

Spá gerir ráð fyrir að viðvaranir falli úr gildi um miðnætti. Aðgerðarstjórn varar við því að aftur megi búast við þungri umferð á morgun, en ekki er gert ráð fyrir röskun á skólastarfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu