fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 13:48

Esjan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjó kyngir niður á suðvesturhorni landsins og spár benda til að magn hans muni fara vaxandi eftir því sem líður á daginn. Veðurstofan varar í nýrri tilkynningu við aukinni hættu á snjóflóðum úr fjöllum á svæðinu en slíkar viðvaranir heyrast ekki oft þegar kemur að þessum fjölmennasta hluta landsins.

Segir í tilkynningunni að talsverð snjókoma hafi verið á suðvesturhorni landsins og áfram sé spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hafi verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýði töluverð hætta á snjóflóðum.

Mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt.
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minni fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem það sé fótgangandi, á skíðum eða  um sé að ræða börn að leik í hlíðum.
Í samantekt snjóflóðavaktarinnar segir enn fremur að dálítill snjór hafi verið fyrir til fjalla á Suðvestur-horninu og ekki sé vitað hvernig nýi snjórinn muni bindast við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi geti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum megi gera ráð fyrir hvassri norðaustan-átt á köflum sem geti myndað vindfleka, aðallega í hlíðum sem vísi til suðvesturs, og aukið snjóflóðahættu enn frekar.Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill að lokum minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er  það fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða  ef um er að ræða börn að leik í bröttum hlíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu