fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. október 2025 16:30

Í einu meðferðarheimilinu voru vistmenn hlekkjaðir. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á að íslenskir foreldrar hafa sent börn sín til Suður Afríku í meðferð. Það er eftir að hafa gefist upp á meðferðarmálum hér á landi. En meðferðarstofnanirnar þar í landi eiga sínar dökku hliðar, til að mynda stofnunin sem Íslendingar hafa dvalið á. Dæmi eru um ofbeldi, þvinganir, vanrækslu, vinnuþrælkun og jafn vel dauðsföll.

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að foreldrar íslenskra unglinga sem hefðu glímt við fíkn væru byrjaðir að senda þá til Suður Afríku í meðferð. Væri það vegna úrræðaleysis hérna á landi og að auðvelt væri fyrir þau að strjúka.

Meðal annars var birt viðtal við móður sextán ára pilts sem hefur verið í meðferð á meðferðarstofnuninni Healing Wings í Nelspruit, nálægt Mombela, í austurhluta landsins. Alls voru fjögur íslensk ungmenni þar í meðferð og tvö hafa lokið meðferð. Var látið vel af meðferðinni en sagt að hún sé ekki niðurgreidd af íslenskum stjórnvöldum frekar en önnur meðferð erlendis.

Ætti að vera á geðsjúkrahúsi

En meðferðarheimilin í Suður Afríku virðast eiga sínar dökku hliðar. Það er miðað við lýsingar þeirra sem þar hafa dvalið. Þar á meðal þeirra sem hafa dvalið á meðferðarheimilinu Healing Wings. Hafa fyrrum vistmenn greint frá sinni reynslu á samfélagsmiðlinum Reddit.

„Það var erfitt í meðferðinni. Í stuttu máli voru þetta níu mánuðir í handavinnu, ráðgjafarnir voru skítur, maturinn var skítur, herbergin voru skítur, reglurnar voru sérstaklega mikill skítur og fólkið fullt af skít,“ segir fyrrverandi vistmaður á Healing Wings í færslu. „Helmingur vistmanna voru að reyna að breyta sjálfum sér til hins betra en hinn helmingurinn var að reyna að búa til vandræði og sumir áttu hreinlega að vera á geðsjúkrahúsi.“

Sjá einnig:

Móðir 16 ára drengs:„Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Einn af þeim hafi verið herbergisfélagi hans, drengur sem hafi verið sendur á Healing Wings eftir að hafa reynt að drepa foreldra sína og var loks rekinn þaðan eftir að hafa stungið annan á stofnuninni með stóru glerbroti. Hann gat líka ekki fyglt þeim ströngu reglum sem voru á staðnum.

„Í meðferðinni voru strangar reglur sem allir þurftu að fylgja, hvern þú máttir ekki tala við, hvar þú mátti vera, hvaða tegund tónlistar þú máttir syngja, hvaða orð þú máttir ekki segja upphátt og langur listi af því sem var bannað,“ segir hann. „Viðurlögin voru tími. Ef þú gleymdir pennanum þínum í kirkjunni þá þýddi það einn dag afleiðinga. Ef þú blótaðir eða framdir guðlast þá var það vika.“

Þurfti að þykjast vera trúaður

Annar fyrrum vistmaður lýsir mikilli trúarlegri kúgun, vinnuþrælkun og ofbeldi.

„Við vorum þvinguð til að biðja um átta sinnum á dag. Við áttum að fara í kirkju og lesa biblíuna á hverjum degi,“ segir hann í færslu. „Ég kom þangað sem trúleysingi en var þvingaður í kirkju, til að biðja og lesa biblíuna. Ég þurfti stanslaust að berjast fyrir því sem ég trúi. Að lokum fylgdi ég bara með til að reyna að lifa þetta af og sagðist vera kristinn en eftir að ég komst þaðan þá gat ég ekki haldið þeirri lygi áfram.“

Þá hafi verið mikið harðræði á staðnum.

„Ég var látin vinna baki brotnu klukkutímum saman, var öskrað á mig fyrir hvað sem var, kúgaður, var brotið á mér, mátti ekki tala stundum, mátti ekki borða, fara á klósettið eða fara neitt afsíðis. Var niðurlægður, látinn bæla niður kynhneigð mína, látinn ljúga því að foreldrum mínum að ég vildi vera í auka ár, leitað á mér allsberum, vakinn um miðjar nætur og látinn þrífa eða hlaupa upp brekkur sem refsingu og margir aðrir voru beittir líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð og ef maður sagði eitthvað neikvætt þá voru alvarlegar afleiðingar.“

Hlekkjuð á fótum

Healing Wings er ekki eina meðferðarheimilið í Suður Afríku sem hefur hlotið gagnrýni að undanförnu. Í vor var meðal annars greint frá því í fréttum þar að kristilegt meðferðarheimili í Soweto, St. John´s, væri að hlekkja vistmenn sína á fótum til að þeir myndu ekki strjúka.

Forsvarsmenn stofnunarinnar vörðu hins vegar ákvörðunina um að hlekkja börnin.

„Við hlekkjum þau þannig að þau geti hreyft sig, þau geti farið á klósettið og unnið heimilisstörf,“ sagði talsmaður St. John´s í sjónvarpsviðtali.

Tvö dauðsföll á rúmri viku

Þá var greint frá því fyrir skemmstu að meðferðarheimilinu Tetelestai Recovery Centre í Winklespruit við suðurströnd landsins hefði verið lokað. Það er eftir tvö dauðsföll þar á aðeins tíu dögum. Eitt morð og eitt sjálfsvíg.

Við rannsókn komu miklar brotalamir í ljós á meðferðarheimilinu og að það uppfyllti engan vegin staðla til að tryggja öryggi og reisn vistmanna sinna. Fyrrverandi vistmenn lýstu anda ofbeldis af hálfu starfsfólks og annarra vistmanna með leyfi starfsfólksins.

Tetelestai vistheimilinu var lokað í síðasta mánuði eftir rannsókn félagsmálayfirvalda. Mynd/Tetelestai Recovery Centre

Einn lýsti því að hafa verið læstur inni og neitað um læknisaðstoð og annar lýsti kynferðisofbeldi starfsfólks gagnvart kvenkyns vistmönnum. Dæmi voru um að mannsfóstur hafi fundist í ruslinu frá heimilinu. Þá var einnig allt of mikið af vistmönnum á staðnum og aðstæðurnar hafi frekar líkst fangelsi en meðferðarúrræði.

Var heimilinu því lokað í september síðastliðnum og hafa félagsmálayfirvöld í Suður Afríku girt fyrir að sömu aðilar fái að koma nálægt rekstri meðferðarúrræða í framtíðinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Í gær

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík