fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. október 2025 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa á morgun.

Eins og DV greindi frá í morgun hefur ríkt nokkur óvissa um veðurspána á morgun en nú virðist betri mynd vera komin á stöðuna.

Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18 annað kvöld og er hún í gildi til hádegis á miðvikudag.

„Líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum,” segir í viðvöruninni sem gildir um höfuðborgarsvæðið.

Á Suðurlandi verður svipað uppi á teningnum og gætu samgöngutruflanir orðið til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur einnig athygli á veðurspánni á Facebook-síðu sinni. Í færslu lögreglu segir:

„Veturinn er farinn að minna á sig á höfuðborgarsvæðinu og nú er snjókoma í kortunum, en spáð er ofankomu í kvöld og nótt. Síðdegis á morgun hefur svo verið gefin út gul viðvörun vegna veðurs á suðvesturhorninu og gildir hún frá kl. 18 á þriðjudag til kl. 12 á hádegi á miðvikudag. Fólk er minnt á að fylgjast vel með veðurspám næstu daga og þá eru bifreiðaeigendur, sem enn aka um á sumardekkjum, hvattir til að skipta yfir á dekk sem henta betur til vetraraksturs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi