fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. október 2025 16:30

Maðurinn var handtekinn á Walesa flugvellinum í Gdansk. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri sem var vísað úr landi reyndist vera eftirlýstur í heimalandinu Póllandi. Hann olli umferðarslysi hér á Íslandi og hafði framið rán og ógnað lífi lögreglumanns með hnífi í Póllandi.

Greint er frá þessu í pólska miðlinum TVN24.

Segir að maðurinn, sem er 36 ára gamall, hafi verið fluttur frá Íslandi til borgarinnar Gdansk í Póllandi í fylgd þriggja íslenskra lögreglumanna. Við komuna á flugvöllinn þar hafi komið í ljós að hann var eftirlýstur.

Kemur fram að maðurinn hafi farið til Íslands fyrir þremur árum síðan til þess að vinna. Hafi hann sagt lögreglumönnum á flugvellinum að honum hefði verið vísað úr landi á Íslandi fyrir að valda umferðarslysi. Vildi hann ekki greina frá dóminum sem hann hafi fengið en vitað var að hann fær ekki að koma til Íslands í þrjú ár.

En á flugvellinum var maðurinn handtekinn vegna tveggja útistandandi handtökuskipana. Annars vegar fyrir að ógna lífi lögreglumanns með hnífi, sem hann fékk eins árs fangelsi fyrir. Hins vegar fyrir rán, sem hann fékk tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir. Samanlagt þriggja og hálfs árs fangelsisdómur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast