fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. október 2025 15:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og fleiri meðlimir í flokknum hafa sett fram kröfu um að boðað verði til nýs aðalfundar en á þeim síðasta, fyrr á þessu ári varð hallarbylting í forystu flokksins og hópur sem nýtur ekki stuðnings Sönnu náði völdum í flokknum og hefur hann logað í illdeilum síðan. Aðrir meðlimir segja þó að kröfur hennar samræmist ekki lögum flokksins.

Sanna segir í færslu á Rauða þræðinu, spjallhópi á Facebook, að hún hafi verið fyrr í dag á fjölmennum félagsfundi Sósíalistaflokksins sem hafi viljað fá að kjósa fundarstjóra en nýju stjórninni hafi ekki litist á það og farið gegn:

„Svokölluðum lýðræðisreglum sínum. Vilji félagsfundar var skýr. Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands vill aukaaðalfund. Áfram lýðræði!“

Umræddur fundur virðist hafa farið fram á fundaforritinu Zoom.

Margir sem segjast vera flokksfélagar taka undir athugasemdir Sönnu og segjast styðja að auka aðalfundur verði haldinn. Er fullyrt í sumum athugasemdum að Sanna hafi verið svipt málfrelsi á fundinum og að slökkt hafi verið á forritinu á miðjum fundi eða sumum félögum meinaður aðgangur:

„Ég er félagi í flokknum og styð kröfuna um auka-aðalfund. Ég var ein af þeim sem var viðstödd fundinn á zoom og lenti í að formaður framkvæmdastjórnar slökkti skyndilega á zoominu.“

Í öðrum athugasemdum í hópnum er tekið undir lýsingar Sönnu af fundinum og að stjórnarmenn í flokknum hafi komið í veg fyrir að kosinn yrði fundarstjóri og fundarritari.

Jökull Sólberg Auðunsson félagi í flokknum gagnrýnir hins vegar Sönnu í pistli á Facebook. Hann bendir á að samkvæmt lögum flokksins hafi almennur félagsfundur eins og hér hafi verið um að ræða ekkert umboð til að boða til aukaaðalfundar. Sakar hann Sönnu um að grafa undan lýðræðislegri niðurstöðu síðasta aðalfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“